Af leikhúsferðum

Undirrituð var stödd í leikhúsi síðastliðinn sunnudag, nánar tiltekið Borgarleikhúsinu.  Ég var stödd á sýningunni Hér og Nú sem Sokkabandið stendur fyrir á Litla Sviðinu. Sýningin var mjög áhugaverð og skemmtileg en ekki verður farið nánar út í þá sálma.

Það er ekki oft sem hugur minn reikar í leikhúsi enda sit ég vanalega á sætisbrúninni og reyni að soga allann leikhúsandann sem ég kemst yfir á einni kvöldstund.  Hins vegar gerðist það þó að ég missti athyglina eitt augnablik og varð starað á konu eina nokkuð langt frá mér. 

Konan horfði áhugalaus á frumlega sýninguna og virtist hafa verið pínd þangað af Austur-þýskum pyntingarsérfræðingum.  Hún fór að hreyfa sig frekar undarlega, sveigja sig og teygja þangað til hún var loksins komin í ásættanlega stellingu.

,,Mikið hlýtur angans konunni að leiðast" hugsaði ég með sjálfri mér og hugðist sogast aftur inn í töfraheim leikhússins en tók þá eftir einu; Konan var að koma sér vel fyrir..til að leggja sig.

Ég potaði í mitt fríða föruneyti sem var óvenju frítt að þessu sinni og öll gátum við sæst á það að konan væri sofnuð og þar svaf hún þangað til lófatak undir lok sýningarinnar vakti hana.

Þetta hlýtur að vera versti dómur sem leikari getur nokkurn tíman fengið, að fólki leiðist svo mikið að það vill frekar sofna innan um múg og margmenni heldur en að þurfa að horfa á sýninguna stundinni lengur.

Annars vona ég að blundurinn hennar hafi verið góður, þvíhún missti af fjári skemmtilegu leikriti!

www.hrebbna.blog.is
-og svefnpurrkurnar-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmm, þegar þú talar um frítt föruneiti.. ég man alls ekkert eftir þessari leikhúsferð, var það ég sem var sofandi kannski?? annars skil ég ekkert í fólki sem sofnar í leikhúsi eða bíói, tilgangurinn að borga sig inn til þess eins að fá sér blund, töluvert ódýrara að gera það bara heima hjá sér

sigrún björg 9.12.2007 kl. 21:48

2 identicon

Einu sinni svaf eg i leikhusi.  Thad var a leikritinu brot.  Allir adrir virtust elska thad.  Nema Valgeir Skagfjord.  Hann skildi thad ekki.  Vandro.

inga ausa 25.2.2008 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þar sem hressleikinn býr

Höfundur

Hrefna Þórarins
Hrefna Þórarins
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband