Af nátthröfnum

Klukkan er 04:49 að staðartíma og undirrituð var að koma heim eftir vinnu í annars ágætu samkvæmi.

Þegar ég hugðist loksins leggjast á koddann og hvíla lúin bein heyri ég undurfagra tóna læðast inn um gluggann minn.  Í fyrstu hugsa ég að þetta sé þreytan að segja til sín, og loka augunum og reyni að sofna.

En tónarnir ágerðust og við þá bættist söngur, eða kirj((kyrj..kyrjun..kirjun...sögnin að kyrja..), og það hætti ekki....

Ég reis upp með erfiðleikum og opnaði gluggann og lagði við hlustir... Orðin átti ég erfitt með að skilja en þetta líktist einna helst dapurlegum ástaróði úr lélegri Bollywood mynd.

 .........
...

...kannski að nýji nágranninn minn sé einhversskonar trúarleiðtogi sem vaknar klukkan fimm og kyrjar bænir sínar með mávana í bakröddum.. 

 www.hrebbna.blog.is
-að næturlagi-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmm þetta var þó allavega ekki fagur bassi og fagurt gítarsóló með tilheyrandi partý hávaða.. :P

Kristín 4.5.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þar sem hressleikinn býr

Höfundur

Hrefna Þórarins
Hrefna Þórarins
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 412

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband