Af misheppnuðum fegrunartilraunum

Einhvernveginn finnst mér eins og náttúran og örlögin vilji ekki að ég grípi til skyndi fegrunarráða.

Frægust er sagan af því þegar ég hugðist vaxa sjálf á mér leggina fyrir einhverja árshátíðina...

Ég keypti þetta líka fína vax út í verslun einni, og á pakkanum stóð að vaxið ætti að hitast í vatni
í tíu, fimmtán mínútur og kólna svo í tvær mínútur.

Ég fór eftir reglum fegrunarguðanna og gerði eins og stóð á pakkningunni...

Eftir tíu, fimmtán mínútur plús tvær skellti ég dágóðum slatta af vaxi á hægri löppina....og fór það ekki betur en svo að vaxið var sjóðheitt....og fékk ég þessa líka myndarlegu blöðru á löppina.

Fór í svörtum, þykkum sokkabuxum á þá árshátíð.

Einnig eru til margar sögur af því þegar ég hef brugðið á það ráð að skella mér í ljós..en eru varla þess virði að nefna hér.

Fyrir nokkru fannst mér prýðisgóð hugmynd að maka á sjálfa mig brúnkukremi..svona í ljósi þess að ég var að fara að spóka mig í útlöndum.

Ég hef séð brúnkukremsslys hjá vinum og vandamönnum og ákvað að fara eins gætilega og ég gæti...makaði kreminu samviskusamlega á mig og stóð svo eins og spítukarl í nokkrar mínútur og lét það þorna.

Ég fór í háttínn, nokkuð ánægð með árangurinn og vonaðist til að líta fagra og jafna brúnku daginn eftir.

Ég vaknaði...og hoppaði í sturtu eins og gengur og gerist...og sá að árangurinn var prýðilegur......eða þar til að ég kom inn til mín og sá að ég hafði sofnað ofan á brúnkukremsbrúsanum...og hann skilið eftir svona líka myndarlegann blett á lakinu hjá mér.

Ég sveigði mig og beygði ti að athuga hvort ég hefði nokkuð fengið svona líka hörmungarblett á líkamann...en sá ekkert.

Það var ekki fyrr en ég fór fram að móðir mín kær tók andköf...ég var með risastóran blett á bringunni..svo dökkan að það mæti halda að ég hefði átt samræði við Hersey´s súkkulaði og Appalo lakkrís sama kvöldið.

Nú hef ég loksins sætt mig við það...ég er náttúrulega falleg..ja..eða fjarska falleg allavega.

www.hrebbna.blog.is

-ég er fegurðardrottning..og brosi í gegnum...brúnkuslys-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju med nyju siduna felagi !! kleinurnar voru godar en tarsem eg er ekki kaffimaneskja drakk eg ekkert i tetta sinn hver veit hvad eg geri naest ! adios amiga

kristin nr 1 fan 28.4.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þar sem hressleikinn býr

Höfundur

Hrefna Þórarins
Hrefna Þórarins
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband