Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Af misheppnuðum fegrunartilraunum
Einhvernveginn finnst mér eins og náttúran og örlögin vilji ekki að ég grípi til skyndi fegrunarráða.
Frægust er sagan af því þegar ég hugðist vaxa sjálf á mér leggina fyrir einhverja árshátíðina...
Ég keypti þetta líka fína vax út í verslun einni, og á pakkanum stóð að vaxið ætti að hitast í vatni
í tíu, fimmtán mínútur og kólna svo í tvær mínútur.
Ég fór eftir reglum fegrunarguðanna og gerði eins og stóð á pakkningunni...
Eftir tíu, fimmtán mínútur plús tvær skellti ég dágóðum slatta af vaxi á hægri löppina....og fór það ekki betur en svo að vaxið var sjóðheitt....og fékk ég þessa líka myndarlegu blöðru á löppina.
Fór í svörtum, þykkum sokkabuxum á þá árshátíð.
Einnig eru til margar sögur af því þegar ég hef brugðið á það ráð að skella mér í ljós..en eru varla þess virði að nefna hér.
Fyrir nokkru fannst mér prýðisgóð hugmynd að maka á sjálfa mig brúnkukremi..svona í ljósi þess að ég var að fara að spóka mig í útlöndum.
Ég hef séð brúnkukremsslys hjá vinum og vandamönnum og ákvað að fara eins gætilega og ég gæti...makaði kreminu samviskusamlega á mig og stóð svo eins og spítukarl í nokkrar mínútur og lét það þorna.
Ég fór í háttínn, nokkuð ánægð með árangurinn og vonaðist til að líta fagra og jafna brúnku daginn eftir.
Ég vaknaði...og hoppaði í sturtu eins og gengur og gerist...og sá að árangurinn var prýðilegur......eða þar til að ég kom inn til mín og sá að ég hafði sofnað ofan á brúnkukremsbrúsanum...og hann skilið eftir svona líka myndarlegann blett á lakinu hjá mér.
Ég sveigði mig og beygði ti að athuga hvort ég hefði nokkuð fengið svona líka hörmungarblett á líkamann...en sá ekkert.
Það var ekki fyrr en ég fór fram að móðir mín kær tók andköf...ég var með risastóran blett á bringunni..svo dökkan að það mæti halda að ég hefði átt samræði við Hersey´s súkkulaði og Appalo lakkrís sama kvöldið.
Nú hef ég loksins sætt mig við það...ég er náttúrulega falleg..ja..eða fjarska falleg allavega.
-ég er fegurðardrottning..og brosi í gegnum...brúnkuslys-
Um bloggið
Þar sem hressleikinn býr
Nýjustu færslur
- 21.5.2008 Af fótboltafári
- 3.5.2008 Af nátthröfnum
- 26.4.2008 Endalaus hamingja!
- 9.3.2008 Af innkaupaferðum
- 10.12.2007 Af jólahreingerningum
Tenglar
Ég um mig frá mér til...
- Gamla bloggsíðan Gömul og góð blogg frá 2003-2007
- MySpace síðan ...ég á myspace..eins og allir hinir
Aðrir áfangastaðir
- Forréttindi.is Freyja hinn mikli snillingur og verkefnið hennar
- FG Besti framhaldsskólinn
- Mímir Félag Íslenskunema
- Álftanesskóli Vinnan
- Féló Vinnan
- Leikhús.is ..allt um listina að leika
- Leiklist.is ..enn meira um listina að leika
Aðrar ritningar
- Anna..eða Lúlú..eða... ...í allri sinni dýrð...
- Regnbogabirta ,,,sem kallar sig allajafna Bryndísi
- Tinna frænka og pakkinn hennar ...litla frænkan sem er orðin stór..
- Steini Stuð ....kaffibarþjónn og elska...
- Eeeelín ...í Ikealandi
- Íslands eina von Mennta-og djammfélagið mikla
- Öskubuskuleikhópurinn bloggar Garðabær..bær hæfileikanna
- Emilía Kofoed Hansen Jensen Efraímsdóttir Langsokk Hun spiser dansk
- Elísa og Kristín í Afríku Hinir fræknu ferðalangar
- Erna eða FMJT í háloftunum Bloggandi flugfreyja og systir
- Dívurnar Hinn mikli vinkvennahópur og mitt annað heimili
- 1988 skvísur Þær kunna sko að skemmta sér
- Ína litla Brjáluð frænka Jósafats og Holgeirs...
- Inga mín Auðbjörg Eina rollan sem kann að tala
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
til hamingju med nyju siduna felagi !! kleinurnar voru godar en tarsem eg er ekki kaffimaneskja drakk eg ekkert i tetta sinn hver veit hvad eg geri naest ! adios amiga
kristin nr 1 fan 28.4.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.