Af einhverju

Einhvernveginn er ég voðalega andlaus þessa dagana, get hvorki skrifað né hugsað um að skrifa..sem er ferlegt þegar eitt það skemmtilegasta sem maður gerir er að skrifa og skapa.

Annars er víst kominn júnímánuður..sumarið í öllu sínu veldi með rigningu og roki, haglélum og hálku..og þar af leiðandi er ég komin í sumarfrí í vinnunni..en byrjaði sama dag í sumarvinnunni..hmm...skemmtileg pæling..

Í tilefni sumars er ég líka kominn á nýjan bíl..minn einkabíl..loksins!  Systur minni tókst að lenda í árekstri á Monsieur Margeir Polo..og hann verður ekki keyrður meir..blessaður kallinn...

Fyrir áhugasama, þessa tvo eða þrjá sem lesa víst þetta blogg, efni ég til nafnasamkeppni fyrir nýja bílinn...tillögur vel þegnar i athugasemdakerfið hér að neðan...

Sigurlaunin eru ekki af verri endanum...hálfétið Prins Polo...og mögulega skutl ef undirrituð er í stuði..

Svo vil ég endilega benda fólki að sjá Limbó hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar...aðeins ein sýning eftir held ég á morgun.  Stór skemmtileg stuttverkadagskrá, samansett úr 5 verkum að mig minnir eftir jafnmarga höfunda...
Sá þessa sýningu á mánudaginn og hló, huldi augun og braut heilan, og hló..allt á klukkutíma.
Arndís og Siggi ..elskurnar mínar úr Öskubusku sem ég aðstoðaleikstýrði í vor eiga þar stórleik..og Rakel Mjöll samdi eitt stykki stuttverk í sýninguna.


Kom mér líka verulega á óvart að Siggi elskan gekk líka svona prýðisvel á háum hælum..fór að efast um kvenleika minn þegar ég sá að hann spígsporaði um á töluvert hærri hælum en ég treysti mér til að ganga á..sem og aðrir karlleikarar í þeirri senu.
Skulum bara orða það að sjómenn og lagið "Hvítir mávar" hafa töluvert aðra merkingu fyrir mér í dag en þeir gerðu fyrr á mánudaginn..

Endilega, ef fólk hefur tök á að skella sér annaðkvöld kl 21 í Leikfélagi Hafnarfjarðar

www.hrebbna.blog.is
-hmm-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju með nyja bílinn... við eigum hníf í vinnuni sem heitir hrjólfur beitti... og ég veit að honum langar að eignast nafna (eða hálfnafna).. ég tilnefni nafið hrjólfur  :D

kristín 7.6.2007 kl. 18:44

2 identicon

Húngeir Getz?
 nei, ekki? :D

Lúlú 10.6.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þar sem hressleikinn býr

Höfundur

Hrefna Þórarins
Hrefna Þórarins
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband