Mánudagur, 25. júní 2007
Af útlendingum
Það er ágætis dægrastytting að gera grín í útlendingum, blásaklaust að sjálfsögðu.
Í gær var ég á ferðalagi með systur minni, kærasta hennar sem er portúgalskur og frænku minni sem er alíslensk..ekki að það skipti máli.
Systir mín keyrir inn í Hveragerði, til að sinna skyldu allra landsmanna sem fara þar í gegn; heimsækja EDEN.
Drengurinn furðar sig á mannfjöldanum og ég útskýrði hann samviskusamlega fyrir honum;
,,Yes..jú sí, ther insæd this hás lifs þí onlí monkí in Æsland"
Útlendingurinn varð að vonum spenntur, enda bjóst hann ekki við að sjá svo framandi dýr á þessum slóðum, sérstaklega í ljósi þess að rétt áður þurftum við að bíða á sveitavegi eftir að kind lullaðist yfir veginn.
Við löbbuðum inn í EDEN og ég bað útlendinginn vinsamlegast um að passa fingur sína, því apinn væri bitglaður. Hann gerði svo og jókst spennan hans megin með hverju skrefi í átt að búrinu.
Á undan gekk ég og þegar hann nálgaðist búr apans, BÓBÓ, stillti ég mér fyrir framan og sagði;
,,Tada..hír is BÓBÓ"
Útlendingurinn hló við, gaf apanum hundraðkall og fór heim með skopparabolta
www.hrebbna.blog.is
-og útlendingarnir-
Um bloggið
Þar sem hressleikinn býr
Nýjustu færslur
- 21.5.2008 Af fótboltafári
- 3.5.2008 Af nátthröfnum
- 26.4.2008 Endalaus hamingja!
- 9.3.2008 Af innkaupaferðum
- 10.12.2007 Af jólahreingerningum
Tenglar
Ég um mig frá mér til...
- Gamla bloggsíðan Gömul og góð blogg frá 2003-2007
- MySpace síðan ...ég á myspace..eins og allir hinir
Aðrir áfangastaðir
- Forréttindi.is Freyja hinn mikli snillingur og verkefnið hennar
- FG Besti framhaldsskólinn
- Mímir Félag Íslenskunema
- Álftanesskóli Vinnan
- Féló Vinnan
- Leikhús.is ..allt um listina að leika
- Leiklist.is ..enn meira um listina að leika
Aðrar ritningar
- Anna..eða Lúlú..eða... ...í allri sinni dýrð...
- Regnbogabirta ,,,sem kallar sig allajafna Bryndísi
- Tinna frænka og pakkinn hennar ...litla frænkan sem er orðin stór..
- Steini Stuð ....kaffibarþjónn og elska...
- Eeeelín ...í Ikealandi
- Íslands eina von Mennta-og djammfélagið mikla
- Öskubuskuleikhópurinn bloggar Garðabær..bær hæfileikanna
- Emilía Kofoed Hansen Jensen Efraímsdóttir Langsokk Hun spiser dansk
- Elísa og Kristín í Afríku Hinir fræknu ferðalangar
- Erna eða FMJT í háloftunum Bloggandi flugfreyja og systir
- Dívurnar Hinn mikli vinkvennahópur og mitt annað heimili
- 1988 skvísur Þær kunna sko að skemmta sér
- Ína litla Brjáluð frænka Jósafats og Holgeirs...
- Inga mín Auðbjörg Eina rollan sem kann að tala
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann fékk þó allavega skopparabolta!!
kv. Auður sem er ennþá bitur út í BÓBÓ!
Auður 26.6.2007 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.