Af sveitinni

Fyrir nokkrum árum var ég stödd í gleðskap á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið í Grafavogi.

Sagan af gleðskapnum er vart merkileg, en heimförin er mér ennþá ofarlega í huga.

Þeir sem til þekkja vita að það kostar töluverðan skilding að taka leigubíl hingað á Álftanesið, hvort sem það er úr 101 já eða úr Grafavogi.
Undirrituð var ekki á þeim skónum að eyða mánaðarlaununum í heimförina og reyndi sem best hún gat að sannfæra einhvern skynsaman gest sem hafði komið á fararskjóta að skutla sér heim.

,,Alla leið út á Álftanes?  Ertu eitthvað klikkuð?"; Heyrðist í kauða sem stóð í útidyrunum og var að smala fólki saman í bíl.   ,,Hvaða rugl er þetta, þú ert að fara í Hafnarfjörðinn..það munar nú ekki svo miklu að skjótast út á Álftanes", sagði ég og setti upp svip sem vart er hægt að neita.

,,Ég er sko ekki að fara að keyra alla leið upp í sveit", sagði drengurinn sem bjó víst í Mosfellsveitinni sjálfur.  ,,Heyrðu góði, það nú ekki eins og það sé kindur, beljur eða hestar labbandi veginum eða bóndi að mjólka núna klukkan sex um morguninn", sagði ég og áttaði mig á því hvað klukkan var orðin margt.

Drengurinn sannfærðist að lokum og féllst á að keyra undirritaða.  Hann keyrir Álftanesveginn langa og dæsir og hvæsir.   Okkur til mikilla furðu sjáum við langa bílaröð sem er stopp.  Við keyrum og stuttu siðar þurfum við að nema staðar líka.   5 mínútur líða og ekkert bólar á ástæðu fyrir þessari töf.

Stuttu síðar sjáum við ástæðu tafarinnar...

Hestur og kind voru á kvöldgöngu á Álftanesveginum..

www.hrebbna.tk
-sveitastúlka-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe já sveitasælan er góð ! ég bý nú í hálfgerðri sveit sjálf.. það er gott að búa í kópavogi einsog einhver sagði hehe

kristín 19.7.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þar sem hressleikinn býr

Höfundur

Hrefna Þórarins
Hrefna Þórarins
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband