Af jólahreingerningum

Fyrir nokkrum dögum eftir vinnu renndi ég heim í hlað og bjóst við að koma að foreldrum mínum sitjandi við eldhúsborðið að ræða málefni dagsins eins og vanalega á þessum tíma dags.

Ég steig út úr bílnum og heyrðu skelli og hvelli og hróp og kvein.  Skellirnir voru mjög harkalegir og hrópin komu örstuttu eftir hvern hvell..eins og væri verið að hýða gemling.

Hrópin voru í föður mínum, það heyrði ég greinilega.

,,Er kerlingin nú búin að missa vitið"-hugsaði ég, ,,-og farin að lemja aumingjans föður minn", sem vanalega er ekki þekktur fyrir myndarskap í heimilisstörfum. 
Ég bjóst við hinu versta, sá fyrir mér móður mína standandi yfir föður mínum og hann sæti þarna blár og barinn í klessu.

Ég hljóp inn, tilbúin að hringja á lögregluna eða aðra aðstoð þegar ég sá hið sanna;

Móðir mín var að berja ryk úr mottu og föður mínum varð svo illt við í eyrunum að hann veinaði eftir hvern skell.

www.hrebbna.blog.is
-og foreldrarnir-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha, það má ekki bjóða móður þinni í heimsókn og leyfa henni að hamast á mottum hérna megin í Hólmatúninu

sigrún björg 11.12.2007 kl. 14:00

2 identicon

hehe eða í mitt herbergi ! hér er sko hægt að taka til og þurka af...!

kristín 11.12.2007 kl. 20:17

3 identicon

Það er aldrei að vita Sigrún, aldrei að vita. Má þá bjóða þér hljóð föðurs míns með í kaupæti..svona til að krydda þetta aðeins?

hrebbna 18.12.2007 kl. 09:41

4 identicon

jæja.. fer mamma þín ekki að hætta þessum jólahreingerningum?? annars heyrði ég af undirskriftablöðum á ferli heima hjá þér... pabbi minn er mjög forvitinn hvort einhver sé búin að skrifa undir...

sigrún björg 21.1.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þar sem hressleikinn býr

Höfundur

Hrefna Þórarins
Hrefna Þórarins
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband