Af fótboltafári

Áður hef ég bloggað um fótboltabrjáluðu foreldra mína.

Í kvöld lá við að þau bæðu færu með sjúkrabíl beinustu leið á hjartadeild...svo mikil var spennan þegar Manchester og Chelsea fóru í vító í leikslok.

Móðir mín hefur ávallt þann sið að ef lið hennar tapar, þ.e.a.s það lið sem hún heldur með hverju sinni þá er einstaklega vondur matur á boðstólnum næstu daga...eða jafnvel enginn matur...sem hefur ósjaldan gerst.

Í kvöld upplifði ég þessa spennu sem foreldrar mínir upplifa í hverjum leik..en á annan hátt

30. mínúta:  Ég fæ gott að borða

45. mínúta:    Fjandinn..bjúgu aftur

60 mínúta: (millibilsástand staðan 1-1) Tjahh..kannski fer þetta ekki á versta veg...

 Vító:    Góður matur

            Vondur matur

            Góður matur

            Vondur matur

            Vondur matur

            ENGINN MATUR!

            Góður matur?    

            Góður matur!

           GÓÐUR MATUR!
 

Leikar fóru svo að Manchester sigraði og þá var sko kátt í höllinni eins og forðum daga..

 ...en ágætu lesendur...ég sem hélt að ég væri hólpin út sumarið að minnsta kosti...

....en NEI

LANDSBANKADEILDIN!

 

www.hrebbna.blog.is
-gestur á hótel mömmu..a.k.a. KLEPPI-


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

hehe já ég heyrði líka slatta af YES JÁ NEI OOOOO innan úr stofu .. gaman að þessu... :P

Kristín 22.5.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þar sem hressleikinn býr

Höfundur

Hrefna Þórarins
Hrefna Þórarins
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband