Miðvikudagur, 21. maí 2008
Af fótboltafári
Áður hef ég bloggað um fótboltabrjáluðu foreldra mína.
Í kvöld lá við að þau bæðu færu með sjúkrabíl beinustu leið á hjartadeild...svo mikil var spennan þegar Manchester og Chelsea fóru í vító í leikslok.
Móðir mín hefur ávallt þann sið að ef lið hennar tapar, þ.e.a.s það lið sem hún heldur með hverju sinni þá er einstaklega vondur matur á boðstólnum næstu daga...eða jafnvel enginn matur...sem hefur ósjaldan gerst.
Í kvöld upplifði ég þessa spennu sem foreldrar mínir upplifa í hverjum leik..en á annan hátt
30. mínúta: Ég fæ gott að borða
45. mínúta: Fjandinn..bjúgu aftur
60 mínúta: (millibilsástand staðan 1-1) Tjahh..kannski fer þetta ekki á versta veg...
Vító: Góður matur
Vondur matur
Góður matur
Vondur matur
Vondur matur
ENGINN MATUR!
Góður matur?
Góður matur!
GÓÐUR MATUR!
Leikar fóru svo að Manchester sigraði og þá var sko kátt í höllinni eins og forðum daga..
...en ágætu lesendur...ég sem hélt að ég væri hólpin út sumarið að minnsta kosti...
....en NEI
LANDSBANKADEILDIN!
www.hrebbna.blog.is
-gestur á hótel mömmu..a.k.a. KLEPPI-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 3. maí 2008
Af nátthröfnum
Klukkan er 04:49 að staðartíma og undirrituð var að koma heim eftir vinnu í annars ágætu samkvæmi.
Þegar ég hugðist loksins leggjast á koddann og hvíla lúin bein heyri ég undurfagra tóna læðast inn um gluggann minn. Í fyrstu hugsa ég að þetta sé þreytan að segja til sín, og loka augunum og reyni að sofna.
En tónarnir ágerðust og við þá bættist söngur, eða kirj((kyrj..kyrjun..kirjun...sögnin að kyrja..), og það hætti ekki....
Ég reis upp með erfiðleikum og opnaði gluggann og lagði við hlustir... Orðin átti ég erfitt með að skilja en þetta líktist einna helst dapurlegum ástaróði úr lélegri Bollywood mynd.
.........
...
...kannski að nýji nágranninn minn sé einhversskonar trúarleiðtogi sem vaknar klukkan fimm og kyrjar bænir sínar með mávana í bakröddum..
www.hrebbna.blog.is
-að næturlagi-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Endalaus hamingja!
Í tilefni gærkvöldsins vildi ég setja inn eins og eitt blogg til að óska henni elskulegu Ósk minni til hamingju med titilinn Ugfrú Reykjavík 2008! Það er nú ekki amarlegt...að vera fegursta snót í höfuðborg okkar Íslendinga...þetta verður klárlega hægt að nota á börum borgarinnar í sumar!
Aldrei á minni 21 árs ævi hef ég öskrad jafn mikið og lengi!
Satt ad segja munadi litlu ad ég og mitt fríða föruneyti(Elma og Ásta) féllum fram af svölunum á Breiðvangi(Broadway)..svo mikill var æsingurinn!
En eins og ég hef alltaf sagt....ég á fallegustu vinkonur í heimi!
www.hrebbna.blog.is
-hún er fegurðardrottning...og brisir í gegnum tárin...-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. mars 2008
Af innkaupaferðum
Í lókalbúllunni hér í bæ vinnur ansi almennileg stúlka af erlendu bergi brotin. Veit því miður ekki hverrar þjóðar hún er en hún talar litla sem enga ensku.
Aldrei hefur skapast vandamál þegar ég versla við stúlkuna þessa daglegu hluti eins og súpupakka, kaffipoka eða djúsfernu og hef ég vanalega leyst það með látbragði svo stúlkan skilji hvað ég sé að biðja um.
Í síðustu viku kom babb í bátinn og aumingjans stúlkan skyldi ekki látbragð mitt.
.......
.........hvernig í ósköpunum á maður að leika dömubindi á smekklegann hátt?
www.hrebbna.blog.is
-bloggar..stundum-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 10. desember 2007
Af jólahreingerningum
Fyrir nokkrum dögum eftir vinnu renndi ég heim í hlað og bjóst við að koma að foreldrum mínum sitjandi við eldhúsborðið að ræða málefni dagsins eins og vanalega á þessum tíma dags.
Ég steig út úr bílnum og heyrðu skelli og hvelli og hróp og kvein. Skellirnir voru mjög harkalegir og hrópin komu örstuttu eftir hvern hvell..eins og væri verið að hýða gemling.
Hrópin voru í föður mínum, það heyrði ég greinilega.
,,Er kerlingin nú búin að missa vitið"-hugsaði ég, ,,-og farin að lemja aumingjans föður minn", sem vanalega er ekki þekktur fyrir myndarskap í heimilisstörfum.
Ég bjóst við hinu versta, sá fyrir mér móður mína standandi yfir föður mínum og hann sæti þarna blár og barinn í klessu.
Ég hljóp inn, tilbúin að hringja á lögregluna eða aðra aðstoð þegar ég sá hið sanna;
Móðir mín var að berja ryk úr mottu og föður mínum varð svo illt við í eyrunum að hann veinaði eftir hvern skell.
www.hrebbna.blog.is
-og foreldrarnir-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Af leikhúsferðum
Undirrituð var stödd í leikhúsi síðastliðinn sunnudag, nánar tiltekið Borgarleikhúsinu. Ég var stödd á sýningunni Hér og Nú sem Sokkabandið stendur fyrir á Litla Sviðinu. Sýningin var mjög áhugaverð og skemmtileg en ekki verður farið nánar út í þá sálma.
Það er ekki oft sem hugur minn reikar í leikhúsi enda sit ég vanalega á sætisbrúninni og reyni að soga allann leikhúsandann sem ég kemst yfir á einni kvöldstund. Hins vegar gerðist það þó að ég missti athyglina eitt augnablik og varð starað á konu eina nokkuð langt frá mér.
Konan horfði áhugalaus á frumlega sýninguna og virtist hafa verið pínd þangað af Austur-þýskum pyntingarsérfræðingum. Hún fór að hreyfa sig frekar undarlega, sveigja sig og teygja þangað til hún var loksins komin í ásættanlega stellingu.
,,Mikið hlýtur angans konunni að leiðast" hugsaði ég með sjálfri mér og hugðist sogast aftur inn í töfraheim leikhússins en tók þá eftir einu; Konan var að koma sér vel fyrir..til að leggja sig.
Ég potaði í mitt fríða föruneyti sem var óvenju frítt að þessu sinni og öll gátum við sæst á það að konan væri sofnuð og þar svaf hún þangað til lófatak undir lok sýningarinnar vakti hana.
Þetta hlýtur að vera versti dómur sem leikari getur nokkurn tíman fengið, að fólki leiðist svo mikið að það vill frekar sofna innan um múg og margmenni heldur en að þurfa að horfa á sýninguna stundinni lengur.
Annars vona ég að blundurinn hennar hafi verið góður, þvíhún missti af fjári skemmtilegu leikriti!
www.hrebbna.blog.is
-og svefnpurrkurnar-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Af flensu
Í hitamókinu dreymir mig eldfjöll og fjóreygð skrímsli sem segja mér að hitinn sé kominn upp í 39 gráður og ég megi ekki fara út að leika mér með hinum krökkunum.
Í raunveruleikanum er það móðir mín, rauðhærð með gleraugu sem segir að ég megi ekki fara á kaffihús og fá mér bjór.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Af börnunum
Staður: Álftanes
Tími: Fyrir hádegi, leiklistarkennsla í þriðja bekk
Ár: 2007
Stúlka; Hrefna, ert þú að reyna að vera pæja?
Ég: Pæja..uu..nee..finnst þér ég vera pæja?
Stúlka: Nei!
Ég: Nújæja..þá er það komið á hreint..af hverju er ég ekki pæja?
Stúlka: Af því gamlar kellingar geta ekki verið pæjur! Ái..þetta var sárt fyrir mitt 21. árs gamla hjarta
Þær labba í burtu og eftir stend ég..frekar svekkt yfir því að ég skuli ekki vera pæja, heldur gömul kelling. Held áfram að ganga frá stólum og borðum eftir leiklistartímann þegar pikkað er í bakið á mér...
Stúlka 2. Hrefna...
Ég: Já..?
Stúlka 2: Mér finnst þú vera algjör pæja!
Svona geta börnin verið blíð gott fólk ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 7. september 2007
Af óheppni og ólátum
Ég hef þónokkrum sinnum bloggað um óheppni mína..sem hefur verið töluverð í gegnum tíðina, enda manneskjan komin lá pappír á þrítugsaldurinn. Óheppni mín drap á dyr síðdegis meðan undirrituð fékk sér diskóblund(blund fyrir kenderí eða aðrar skemmtanir) og verður nú greint skýrt og skilmerkilega frá. Ég var stödd í Taikwando kennslustund í draumi og hugðist gera mitt allra besta eins og gengur og gerist. Kennarinn sem af einhverjum ástæðum leit út eins og fyrrverandi frönskukennarinn minn úr FG öskraði og æpti og hrópaði að ég þyrfti að sparka hærra og fastar sem ég og gerði..og greinilega bæði í draumnum sem í raunveruleikanum því skyndilega fann ég högg dynja á andlitinu. Í draumnum hafði maðurinn sem leit út eins og fyrrverandi frönskukennarinn minn í FG kýlt mig í fésið því ég sparkaði ekki nógu duglega...og við það vaknaði ég. "..Mikið var þetta raunverulegur draumur" hugsaði ég því mér leið eins og einhver hafi látið eitt gott högg gossa í andlitið á mér...þá sérstaklega vörina. Ég reis upp mig og mína líkamsparta og sá að þungi kertastjakinn sem situr venjulega stilltur í gluggakistunni hafði dottið í rúmið...rétt við koddann minn. Þegar ég hyggst fara fram og tjá móður minni um drauminn rekur konan upp skelfingaróp og hrópaði; "Hvað er að sjá á þér vörina barn?" "Vörina?.." sagði ég og gekk rakleiðis að næsta spegli og við mér blasti Dettifoss af blóði og eitt stykki bólgin vör! Þá hafði spark undirritaðrar verið svo öflugt að kertastjakinn flaug úr gluggakistunni og beint í smettið á mér...og sá til þess að varir mínar verði eins og hinar bestu Botox varir... ....og ég borgaði ekki krónu fyrir! |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Af tónlistargáfu
Undirrituð gekk sposk inn í verslun eina á höfuðborgarsvæðinu og hugðist láta gamlan draum rætast. Ég gekk rakleiðis að vörunni sem ég hafði augastað á..krúttlegum kassagítar.
Posi, borgað,kvittað eins og í laginu Signed, sealed, delivered hljómaði i huga mér þegar ég labbaði út, stoltur gítareigandi.
Ég sá fyrir mér allar útilegurnar næstu árin. Fólk grátbiðjandi mig, gítarsnillingin að taka lagið..og ekki spillir fagra söngröddin fyrir glamrandi gítarleiknum.
Draumurinn varð skyndilega að engu...
...E strengurinn slitnaði meðan ég var að stilla gítarinn..
Ætli ég haldi mig bara ekki við einfaldari hljóðfæri..eins og hristur...
www.hrebbna.blog.is
-...gítarhetja-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Þar sem hressleikinn býr
Nýjustu færslur
- 21.5.2008 Af fótboltafári
- 3.5.2008 Af nátthröfnum
- 26.4.2008 Endalaus hamingja!
- 9.3.2008 Af innkaupaferðum
- 10.12.2007 Af jólahreingerningum
Tenglar
Ég um mig frá mér til...
- Gamla bloggsíðan Gömul og góð blogg frá 2003-2007
- MySpace síðan ...ég á myspace..eins og allir hinir
Aðrir áfangastaðir
- Forréttindi.is Freyja hinn mikli snillingur og verkefnið hennar
- FG Besti framhaldsskólinn
- Mímir Félag Íslenskunema
- Álftanesskóli Vinnan
- Féló Vinnan
- Leikhús.is ..allt um listina að leika
- Leiklist.is ..enn meira um listina að leika
Aðrar ritningar
- Anna..eða Lúlú..eða... ...í allri sinni dýrð...
- Regnbogabirta ,,,sem kallar sig allajafna Bryndísi
- Tinna frænka og pakkinn hennar ...litla frænkan sem er orðin stór..
- Steini Stuð ....kaffibarþjónn og elska...
- Eeeelín ...í Ikealandi
- Íslands eina von Mennta-og djammfélagið mikla
- Öskubuskuleikhópurinn bloggar Garðabær..bær hæfileikanna
- Emilía Kofoed Hansen Jensen Efraímsdóttir Langsokk Hun spiser dansk
- Elísa og Kristín í Afríku Hinir fræknu ferðalangar
- Erna eða FMJT í háloftunum Bloggandi flugfreyja og systir
- Dívurnar Hinn mikli vinkvennahópur og mitt annað heimili
- 1988 skvísur Þær kunna sko að skemmta sér
- Ína litla Brjáluð frænka Jósafats og Holgeirs...
- Inga mín Auðbjörg Eina rollan sem kann að tala
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar