Fimmtudagur, 19. júlí 2007
Af sveitinni
Fyrir nokkrum árum var ég stödd í gleðskap á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið í Grafavogi.
Sagan af gleðskapnum er vart merkileg, en heimförin er mér ennþá ofarlega í huga.
Þeir sem til þekkja vita að það kostar töluverðan skilding að taka leigubíl hingað á Álftanesið, hvort sem það er úr 101 já eða úr Grafavogi.
Undirrituð var ekki á þeim skónum að eyða mánaðarlaununum í heimförina og reyndi sem best hún gat að sannfæra einhvern skynsaman gest sem hafði komið á fararskjóta að skutla sér heim.
,,Alla leið út á Álftanes? Ertu eitthvað klikkuð?"; Heyrðist í kauða sem stóð í útidyrunum og var að smala fólki saman í bíl. ,,Hvaða rugl er þetta, þú ert að fara í Hafnarfjörðinn..það munar nú ekki svo miklu að skjótast út á Álftanes", sagði ég og setti upp svip sem vart er hægt að neita.
,,Ég er sko ekki að fara að keyra alla leið upp í sveit", sagði drengurinn sem bjó víst í Mosfellsveitinni sjálfur. ,,Heyrðu góði, það nú ekki eins og það sé kindur, beljur eða hestar labbandi veginum eða bóndi að mjólka núna klukkan sex um morguninn", sagði ég og áttaði mig á því hvað klukkan var orðin margt.
Drengurinn sannfærðist að lokum og féllst á að keyra undirritaða. Hann keyrir Álftanesveginn langa og dæsir og hvæsir. Okkur til mikilla furðu sjáum við langa bílaröð sem er stopp. Við keyrum og stuttu siðar þurfum við að nema staðar líka. 5 mínútur líða og ekkert bólar á ástæðu fyrir þessari töf.
Stuttu síðar sjáum við ástæðu tafarinnar...
Hestur og kind voru á kvöldgöngu á Álftanesveginum..
www.hrebbna.tk
-sveitastúlka-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Tíminn er kominn
Jæja strákar, látið hendur standa fram úr ermum og veiðið eins og eina Hrefnu...já eða Hrebbnu..;)
www.hrebbna.blog.is
-og einkamálaauglýsingar-
Hrefnuveiðar hefjast aftur í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 25. júní 2007
Af útlendingum
Það er ágætis dægrastytting að gera grín í útlendingum, blásaklaust að sjálfsögðu.
Í gær var ég á ferðalagi með systur minni, kærasta hennar sem er portúgalskur og frænku minni sem er alíslensk..ekki að það skipti máli.
Systir mín keyrir inn í Hveragerði, til að sinna skyldu allra landsmanna sem fara þar í gegn; heimsækja EDEN.
Drengurinn furðar sig á mannfjöldanum og ég útskýrði hann samviskusamlega fyrir honum;
,,Yes..jú sí, ther insæd this hás lifs þí onlí monkí in Æsland"
Útlendingurinn varð að vonum spenntur, enda bjóst hann ekki við að sjá svo framandi dýr á þessum slóðum, sérstaklega í ljósi þess að rétt áður þurftum við að bíða á sveitavegi eftir að kind lullaðist yfir veginn.
Við löbbuðum inn í EDEN og ég bað útlendinginn vinsamlegast um að passa fingur sína, því apinn væri bitglaður. Hann gerði svo og jókst spennan hans megin með hverju skrefi í átt að búrinu.
Á undan gekk ég og þegar hann nálgaðist búr apans, BÓBÓ, stillti ég mér fyrir framan og sagði;
,,Tada..hír is BÓBÓ"
Útlendingurinn hló við, gaf apanum hundraðkall og fór heim með skopparabolta
www.hrebbna.blog.is
-og útlendingarnir-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
Af útvarpsröddum
Einhvernvegin get ég ekki tekið mark á útvarpskonunni sem tilkynnir með þunglyndislegri og áhugalausri röddu;
" og næst er það hressandi lag, All my loving, svona af því að sólin skín og allir eru ástfangnir á sumrin"
Kannski er það bara ég
www.hrebbna.blog.is
-og útvarpið-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 18. júní 2007
Af árum sem líða
17. júní 2001
Undirrituð spígsporaði um bæinn að kvöldi til með bakpoka og þrjá létta í í flösku og skemmti sér konunglega með hinum þúsundunum á ímyndunarfylleríi.
17. júní 2007
Undirrituð sprígsporaði um bæinn að kvöldi með veski og kaffibolla, og horfði á ungmennin skemmta sér konunglega með hinum þúsundunum á ímyndunarfylleríi
www.hrebbna.blog.is
-eldri en í gær..og í fyrradag..og...-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 16. júní 2007
Af landsleikjum
Mikið væri það nú skemmtileg tilbreyting ef Sjónvarpið tæki nú upp á því einn daginn að leyfa okkur óbreyttum landsmönnum að heyra fagran söng landsliðsmanna-og kvenna þegar þjóðsöngurinn er sunginn í upphafi hvers leiks.
Ég veit ekki hvaða lag ein liðskona íslenska landsliðsins var að syngja...en það var ekki þjóðsöngurinn svo mikið er víst!
www.hrebbna.blog.is
-Íslands þúsund..uu..hmmm?-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. júní 2007
Af kvennahlaupum
Ef vindofsinn er jafn mikill á stöðum Kvennahlaupsins og hann er á Álftanesinu má búast við að sjá þúsundir kvenna fjúkandi yfir Ísalandinu í dag.
Vonandi fá þær meðvind svo þær fjúki nú í mark aumingjans konurnar
www.hrebbna.blog.is
-og vindurinn-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. júní 2007
Af eldamennsku
Það var frekar vandræðalegt augnablik þegar ég rak augun í heimilisfræðikennara minn úr grunnskóla, á sama tíma og ég greip 1944 Matur fyrir einstæða..nei ég meina sjálfstæða Íslendinga rétt úr kæli í verslun á höfuðborgarsvæðinu..
Einhvernveginn fannst mér hún líta mig hornauga, sérstaklega þar sem eldamennskuhæfileikar mínir hafa sjaldan verið rómaðir utan heimilissins...ég hafði brugðist henni.
Ég skilaði réttinum og labbaði út með uppskrift og hráefni sem auðvelt var að elda..en var þó ekki sjónvarpsfæða eins og húsmóðirin, móðir mín kallar það.
www.hrebbna.blog.is
-ekki kokkur í bráð-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Af einhverju
Einhvernveginn er ég voðalega andlaus þessa dagana, get hvorki skrifað né hugsað um að skrifa..sem er ferlegt þegar eitt það skemmtilegasta sem maður gerir er að skrifa og skapa.
Annars er víst kominn júnímánuður..sumarið í öllu sínu veldi með rigningu og roki, haglélum og hálku..og þar af leiðandi er ég komin í sumarfrí í vinnunni..en byrjaði sama dag í sumarvinnunni..hmm...skemmtileg pæling..
Í tilefni sumars er ég líka kominn á nýjan bíl..minn einkabíl..loksins! Systur minni tókst að lenda í árekstri á Monsieur Margeir Polo..og hann verður ekki keyrður meir..blessaður kallinn...
Fyrir áhugasama, þessa tvo eða þrjá sem lesa víst þetta blogg, efni ég til nafnasamkeppni fyrir nýja bílinn...tillögur vel þegnar i athugasemdakerfið hér að neðan...
Sigurlaunin eru ekki af verri endanum...hálfétið Prins Polo...og mögulega skutl ef undirrituð er í stuði..
Svo vil ég endilega benda fólki að sjá Limbó hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar...aðeins ein sýning eftir held ég á morgun. Stór skemmtileg stuttverkadagskrá, samansett úr 5 verkum að mig minnir eftir jafnmarga höfunda...
Sá þessa sýningu á mánudaginn og hló, huldi augun og braut heilan, og hló..allt á klukkutíma.
Arndís og Siggi ..elskurnar mínar úr Öskubusku sem ég aðstoðaleikstýrði í vor eiga þar stórleik..og Rakel Mjöll samdi eitt stykki stuttverk í sýninguna.
Kom mér líka verulega á óvart að Siggi elskan gekk líka svona prýðisvel á háum hælum..fór að efast um kvenleika minn þegar ég sá að hann spígsporaði um á töluvert hærri hælum en ég treysti mér til að ganga á..sem og aðrir karlleikarar í þeirri senu.
Skulum bara orða það að sjómenn og lagið "Hvítir mávar" hafa töluvert aðra merkingu fyrir mér í dag en þeir gerðu fyrr á mánudaginn..
Endilega, ef fólk hefur tök á að skella sér annaðkvöld kl 21 í Leikfélagi Hafnarfjarðar
www.hrebbna.blog.is
-hmm-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Af meðmælum
Það verður að teljast kjánalegt að sjá bráðum 21 árs stúlku og 22 ára systur hennar sitja í hláturskasti á gangstétt einni nálægt heimili sínu og kríta af mestu lyst..
.þó mæli ég einstaklega með því, svona til að hrista af sér síðasta vetrarslenið og flensurestarnar...
www.hrebbna.blog.is
-sumarbarn-
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Þar sem hressleikinn býr
Nýjustu færslur
- 21.5.2008 Af fótboltafári
- 3.5.2008 Af nátthröfnum
- 26.4.2008 Endalaus hamingja!
- 9.3.2008 Af innkaupaferðum
- 10.12.2007 Af jólahreingerningum
Tenglar
Ég um mig frá mér til...
- Gamla bloggsíðan Gömul og góð blogg frá 2003-2007
- MySpace síðan ...ég á myspace..eins og allir hinir
Aðrir áfangastaðir
- Forréttindi.is Freyja hinn mikli snillingur og verkefnið hennar
- FG Besti framhaldsskólinn
- Mímir Félag Íslenskunema
- Álftanesskóli Vinnan
- Féló Vinnan
- Leikhús.is ..allt um listina að leika
- Leiklist.is ..enn meira um listina að leika
Aðrar ritningar
- Anna..eða Lúlú..eða... ...í allri sinni dýrð...
- Regnbogabirta ,,,sem kallar sig allajafna Bryndísi
- Tinna frænka og pakkinn hennar ...litla frænkan sem er orðin stór..
- Steini Stuð ....kaffibarþjónn og elska...
- Eeeelín ...í Ikealandi
- Íslands eina von Mennta-og djammfélagið mikla
- Öskubuskuleikhópurinn bloggar Garðabær..bær hæfileikanna
- Emilía Kofoed Hansen Jensen Efraímsdóttir Langsokk Hun spiser dansk
- Elísa og Kristín í Afríku Hinir fræknu ferðalangar
- Erna eða FMJT í háloftunum Bloggandi flugfreyja og systir
- Dívurnar Hinn mikli vinkvennahópur og mitt annað heimili
- 1988 skvísur Þær kunna sko að skemmta sér
- Ína litla Brjáluð frænka Jósafats og Holgeirs...
- Inga mín Auðbjörg Eina rollan sem kann að tala
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar