Miðvikudagur, 23. maí 2007
Af fótbolta
Ég hef alltaf staðið í skilningi við foreldra mína. Þau voru, eru og munu verða brjálaðir fótboltaaðdáendur um aldur og ævi.
Í heimsku minni hélt ég einu sinni að þau styddu bara tvö lið, Val og Manchester United..en þar skjátlaðist mér aldeilis.
Svo virðist sem þau styðji öll lið sem keppa í leikjunum sem sýndir eru í sjónvarpinu..mér til mikillar furðu.
Stundum,þó ekki eins oft og þau mundu vilja, etjast lið sem þau styðja..móðir mín eitt,og faðir minn hitt. Þetta atferli hjónanna hefur mælst misvel heimilinu...og verður oft valdur af heimiliserjum..þó ekki alvarlegum.
Í dag öttu kappi AC Milan og Liverpool..og var móðir mín Liverpool megin og faðir minn AC Milan megin
Við skulum bara orða þetta þannig að það verður ekki heimalagaður matur út vikuna, að minnsta kosti
www.hrebbna.blog.is
-alltaf í boltanum-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Af flensu
Í tilefni þess að mér hefur hlotnast sá óverðmæti heiður að fá flensuna í hvorki meira né minna en í þriðja skipti á þessu ári, ákvað ég að hressa mig við með gríngleraugum, hlustunarpípu og Bangsa Bestaskinn...
...mér líður nokkuð betur eftir þetta grínsession...þó enn með 39 stiga hita, stíflað nef og rám eins og togarasjómaður eftir tveggja vikna viskífyllerí og carton af camel filters
www.hrebbna.blog.is
-attsjúúú-
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. maí 2007
Af eldri árunum
Hvernig veit ég að ég er farin að eldast?
Jú..í dag var mér boðið á mína fyrstu Tupperware kynningu...
Nú er ég opinberlega farin að eldast!
www.hrebbna.blog.is
-ellismellur-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Af steypiböðum
Það stefndi í annars ósköp venjulega sturtuferð um hádegisbil í dag en eftir að hafa fylgt hinum ýtrustu leiðbeiningum á sjampó brúsanum (lather, rinse, repeat as needed) fór ég að heyra undarlegt suð innan í sturtunni.
Ég skrúfaði fyrir sturtuna og hélt að þar með myndi suðinu ljúka..en svo var ekki.
Ég skrúfaði frá sturtunni og hélt áfram þeim athöfnum sem flestir framkvæma í sturtunni, þó ekki afbrigðilegum í þetta sinn...þar til ég sá svart, risastórt flikki fljúga fram og til baka í klefanum..sem er ekki ýkja stór.
Flikki þetta var líka svona myndarleg býfluga sem flaug nú upp og niður, hægri vinstri, út og suður í sturtunni..á meðan ég dansaði Suður-Grænlenskan stríðsdans af hræðslu..
Af hverju mér datt ekki í hug að opna klefann og flýja, veit ég ekki, en þarna stóð ég og baðaði út öllum örmum og æpti og veinaði af hræðslu, ásamt því að slá Íslandsmet í Suður-Grænlenska stríðsdansinum.
Loks reif ég upp klefahurðina og skautaði allsvakalega í bleytunni á gólfinu..en býflugan hélt áfram að baða sig í sturtunni minni....
...og baðar sig enn.
www.hrebbna.blog.is
-með illa þvegið hár og strengi-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Af klaufaskap
Ég gerði mér ferð í IKEA í gær sem væri varla frásögufærandi nema...
IKEA er frábært fyrirtæki. Selur vörur ósamsettar en undirstrikar þó að það eigi að vera það auðvelt að setja saman hlutina að hundurinn þinn geti gert það meðan hann horfi á Kastljósið.
Þar sem ég er ekki handlagnasta manneskja í heiminum er þetta gott og blessað fyrir mig..
Ég keypti mér forláta borð, lítið og rautt. sem aðeins átti eftir að festa fæturnar á.
Frábært, hugsaði ég..þetta ætti ég að geta gert alveg sjálf.
Ég tók upp kassann úr vörulagershillunni en það heppnaðist ekki betur en svo að þegar ég ætlaði að sveifla honum niður rak ég hann í konu sem var þarna á vappi.
Eftir langa og mikla samviskubitsgöngu að kassanum, borgaði ég borðið mitt og labbaði út.
Þess ber að geta að ég komst stórslysalaust með borðið heim...
Ég reif upp pakkninguna og ætlaði svo sannarlega að "dúndra"(segja ekki allir handlagsmenn dúndra?) borðinu saman.
Ég tók upp lappirnar og ætlaði að skrúfa þær fastar við borðið en rak eina löppina samviskusamlega í augað mitt. Þegar ég stóð upp í geðshræringu minni, og sá allt í móðu, rak ég höfuðið í og hlaut þessa líka prýðilegu kúlu á ennið.
Eftir að hafa bölvað þessu blessaða borði í sand og ösku fór ég í sturtu til að róa mig niður..en það vildi ekki betur til en svo að ég hafði gleymt að borðið stæði þarna á gólfinu og rak stóru tánna í svo það heyrðist alla leið til Súðavíkur..ef ekki lengra.
Eftir þetta hef ég komist að einu...
....það er ALDREI auðvelt að setja saman hluti úr IKEA!
www.hrebbna.blog.is
-klaufabárður-
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Flugnafár
Það minnti skuggalega á atriði úr kvikmyndinni The Birds eftir Hitchcock þegar fjölskyldan kom úr fermingarveislu einni í dag og sá flugufjöldann sem hafði numið sér land við útihurð heimilissins..svo mikill var flugufjöldinn.
Já það er sko sannarlega komið sumar...flugusumar
Nú sit ég með flugnaspaða og flugnanet og horfi á sjónvarpið...
www.hrebbna.blog.is
-og flugurnar-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Af misheppnuðum fegrunartilraunum
Einhvernveginn finnst mér eins og náttúran og örlögin vilji ekki að ég grípi til skyndi fegrunarráða.
Frægust er sagan af því þegar ég hugðist vaxa sjálf á mér leggina fyrir einhverja árshátíðina...
Ég keypti þetta líka fína vax út í verslun einni, og á pakkanum stóð að vaxið ætti að hitast í vatni
í tíu, fimmtán mínútur og kólna svo í tvær mínútur.
Ég fór eftir reglum fegrunarguðanna og gerði eins og stóð á pakkningunni...
Eftir tíu, fimmtán mínútur plús tvær skellti ég dágóðum slatta af vaxi á hægri löppina....og fór það ekki betur en svo að vaxið var sjóðheitt....og fékk ég þessa líka myndarlegu blöðru á löppina.
Fór í svörtum, þykkum sokkabuxum á þá árshátíð.
Einnig eru til margar sögur af því þegar ég hef brugðið á það ráð að skella mér í ljós..en eru varla þess virði að nefna hér.
Fyrir nokkru fannst mér prýðisgóð hugmynd að maka á sjálfa mig brúnkukremi..svona í ljósi þess að ég var að fara að spóka mig í útlöndum.
Ég hef séð brúnkukremsslys hjá vinum og vandamönnum og ákvað að fara eins gætilega og ég gæti...makaði kreminu samviskusamlega á mig og stóð svo eins og spítukarl í nokkrar mínútur og lét það þorna.
Ég fór í háttínn, nokkuð ánægð með árangurinn og vonaðist til að líta fagra og jafna brúnku daginn eftir.
Ég vaknaði...og hoppaði í sturtu eins og gengur og gerist...og sá að árangurinn var prýðilegur......eða þar til að ég kom inn til mín og sá að ég hafði sofnað ofan á brúnkukremsbrúsanum...og hann skilið eftir svona líka myndarlegann blett á lakinu hjá mér.
Ég sveigði mig og beygði ti að athuga hvort ég hefði nokkuð fengið svona líka hörmungarblett á líkamann...en sá ekkert.
Það var ekki fyrr en ég fór fram að móðir mín kær tók andköf...ég var með risastóran blett á bringunni..svo dökkan að það mæti halda að ég hefði átt samræði við Hersey´s súkkulaði og Appalo lakkrís sama kvöldið.
Nú hef ég loksins sætt mig við það...ég er náttúrulega falleg..ja..eða fjarska falleg allavega.
-ég er fegurðardrottning..og brosi í gegnum...brúnkuslys-
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Af jarðskjálftum
Rétt í þessu meðan ég sat og dundaði mér í sakleysi mínu á veraldarvefnum kom jarðskjálfri hér á Álftanesinu..svo mikill að tölvan mín hristist og skalf.
Ég fór fram til að athuga hvort fjölskyldumeðlimir hefðu hlupið að næsta burðarvegg eins og kennt var í grunnskóla..en þá kom í ljós að enginn var jarðskjálftinn...
...foreldrarnir voru að fagna marki í fótboltaleik
www.hrebbna.blog.is
-býr á kleppi-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Af ljóskuatviki dagsins
Það verður að teljast ljóskuatvik dagsins að keyra aftur í vinnuna eftir langann og erfiðann dag til þess að sækja bíllyklana sem ég hélt að ég hefði gleymt...
..enn ljóskulegra er að mæta svo aftur til vinnu seinnipartinn og labba svo heim af því mig minnti að ég væri ekki á bíl...sem var rangt
www.hrebbna.blog.is
-ósofin-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Af þrengslum
Þeir sem til þekkja vita eflaust að ég og systir mín deilum saman hinum íðilfagra bíl Hr. Volswagen Margeir Polo og höfum gert það í nokkur ár.
Sameign þessi hefur iðulega gengið prýðisvel, þrátt fyrir einstaka rifrildi, hártoganir, tannmissi og glóðurauga.
Eins og þeir sem til þekkja vita eflaust að hæðarmunurinn á okkur systrum er töluverður, sem getur verið frekar hentugt og einnig frekar óhentugt.
Í morgun þegar ég hugðist fara minna ferða á bíl okkar opnaði ég bílstjórahurðina og tróð mér inn ,eins og vanalega, til þess auðvitað að stilla sætið fyrir risann, mig... En eitthvað virtist stillingin standa á sér..
Ég sveigði mig og beygði og sprakaði og ýtti en ekkert virtist ganga. Þeir sem hafa gegnið framhjá planinu á Álftanesinu hafa eflaust haldið að þarna væri górilla í mökunarhugleiðingum..en eftir hetjulega baráttu við sætið játaði ég mig sigraða.
Því keyrði ég mína leið með nefið í rúðunni. stýrði bílnum með brjóstunum og skipti um gír með rassinum...eins og Gúlíver í Puttalandi gerði forðum daga.
Þeir sem hlógu á Kringlumýrarbrautinni...takk fyrir...
www.hrebbna.blog.is
-Gúliver í puttalandi-
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Þar sem hressleikinn býr
Nýjustu færslur
- 21.5.2008 Af fótboltafári
- 3.5.2008 Af nátthröfnum
- 26.4.2008 Endalaus hamingja!
- 9.3.2008 Af innkaupaferðum
- 10.12.2007 Af jólahreingerningum
Tenglar
Ég um mig frá mér til...
- Gamla bloggsíðan Gömul og góð blogg frá 2003-2007
- MySpace síðan ...ég á myspace..eins og allir hinir
Aðrir áfangastaðir
- Forréttindi.is Freyja hinn mikli snillingur og verkefnið hennar
- FG Besti framhaldsskólinn
- Mímir Félag Íslenskunema
- Álftanesskóli Vinnan
- Féló Vinnan
- Leikhús.is ..allt um listina að leika
- Leiklist.is ..enn meira um listina að leika
Aðrar ritningar
- Anna..eða Lúlú..eða... ...í allri sinni dýrð...
- Regnbogabirta ,,,sem kallar sig allajafna Bryndísi
- Tinna frænka og pakkinn hennar ...litla frænkan sem er orðin stór..
- Steini Stuð ....kaffibarþjónn og elska...
- Eeeelín ...í Ikealandi
- Íslands eina von Mennta-og djammfélagið mikla
- Öskubuskuleikhópurinn bloggar Garðabær..bær hæfileikanna
- Emilía Kofoed Hansen Jensen Efraímsdóttir Langsokk Hun spiser dansk
- Elísa og Kristín í Afríku Hinir fræknu ferðalangar
- Erna eða FMJT í háloftunum Bloggandi flugfreyja og systir
- Dívurnar Hinn mikli vinkvennahópur og mitt annað heimili
- 1988 skvísur Þær kunna sko að skemmta sér
- Ína litla Brjáluð frænka Jósafats og Holgeirs...
- Inga mín Auðbjörg Eina rollan sem kann að tala
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar