Af útlendingum

Það er ágætis dægrastytting að gera grín í útlendingum, blásaklaust að sjálfsögðu.

Í gær var ég á ferðalagi með systur minni, kærasta hennar sem er portúgalskur og frænku minni sem er alíslensk..ekki að það skipti máli. 

Systir mín keyrir inn í Hveragerði, til að sinna skyldu allra landsmanna sem fara þar í gegn; heimsækja EDEN.

Drengurinn furðar sig á mannfjöldanum og ég útskýrði hann samviskusamlega fyrir honum;

,,Yes..jú sí, ther insæd this hás lifs þí onlí monkí in Æsland" 

Útlendingurinn varð að vonum spenntur, enda bjóst hann ekki við að sjá svo framandi dýr á þessum slóðum, sérstaklega í ljósi þess að rétt áður þurftum við að bíða á sveitavegi eftir að kind lullaðist yfir veginn.

Við löbbuðum inn í EDEN og ég bað útlendinginn vinsamlegast um að passa fingur sína, því apinn væri bitglaður.  Hann gerði svo og jókst spennan hans megin með hverju skrefi í átt að búrinu.

Á undan gekk ég og þegar hann nálgaðist búr apans, BÓBÓ, stillti ég mér fyrir framan og sagði;

,,Tada..hír is BÓBÓ"

Útlendingurinn hló við, gaf apanum hundraðkall og fór heim með skopparabolta

www.hrebbna.blog.is
-og útlendingarnir-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann fékk þó allavega skopparabolta!!

kv. Auður sem er ennþá bitur út í BÓBÓ!

Auður 26.6.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þar sem hressleikinn býr

Höfundur

Hrefna Þórarins
Hrefna Þórarins
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 461

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband