Af steypiböðum

Það stefndi í annars ósköp venjulega sturtuferð um hádegisbil í dag en eftir að hafa fylgt hinum ýtrustu leiðbeiningum á sjampó brúsanum (lather, rinse, repeat as needed) fór ég að heyra undarlegt suð innan í sturtunni.

Ég skrúfaði fyrir sturtuna og hélt að þar með myndi suðinu ljúka..en svo var ekki.

Ég skrúfaði frá sturtunni og hélt áfram þeim athöfnum sem flestir framkvæma í sturtunni, þó ekki afbrigðilegum í þetta sinn...þar til ég sá svart, risastórt flikki fljúga fram og til baka í klefanum..sem er ekki ýkja stór.

Flikki þetta var líka svona myndarleg býfluga sem flaug nú upp og niður, hægri vinstri, út og suður í sturtunni..á meðan ég dansaði Suður-Grænlenskan stríðsdans af hræðslu..

Af hverju mér datt ekki í hug að opna klefann og flýja, veit ég ekki, en þarna stóð ég og baðaði út öllum örmum og æpti og veinaði af hræðslu, ásamt því að slá Íslandsmet í Suður-Grænlenska stríðsdansinum.

Loks reif ég upp klefahurðina og skautaði allsvakalega í bleytunni á gólfinu..en býflugan hélt áfram að baða sig í sturtunni minni....

...og baðar sig enn.

www.hrebbna.blog.is
-með illa þvegið hár og strengi-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

uss flugudóni !!

kristín 6.5.2007 kl. 19:34

2 identicon

heyrðu, já ég sá þennan dans í gær í herberginu hennar ernu
þú átt þennan dans

Bryndís Birgisdóttir 13.5.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þar sem hressleikinn býr

Höfundur

Hrefna Þórarins
Hrefna Þórarins
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 648

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband